Brunamálaskólinn

Brunamálaskólinn hefur verið starfræktur á vegum Brunamálastofnunar frá stofnun hans árið 1994 en Mannvirkjastofnun tók við því hlutverki 2011. Hlutverk skólans er að veita slökkviliðsmönnum og eldvarnaeftirlitsmönnum um allt land þá menntun, starfsþjálfun og endurmenntun sem nauðsynleg er vegna starfa þeirra.

Markmið skólans er að vera öflugur, nútímalegur skóli sem veitir slökkviliðs- og eldvarnaeftirlitsmönnum vandaða menntun. Námið fer fram með fjarkennslu auk hefðbundinnar kennslu sem felst einkum í námskeiðum sem haldin eru víða um land.

Mynd af slökkviliðsmönnum í hlífðarbúningum