Eftirlit með slökkviliðum

Mannvirkjastofnun hefur sett saman skoðunarhandbækur sem nota skal til að staðfesta samræmi við íslenska löggjöf um brunavarnir. Handbækurnar eru til leiðbeiningar fyrir þá sem framkvæma eftirlit með slökkviliðum í umboði Mannvirkjastofnunar.

Bækurnar skulu notaðar við skoðanir hjá öllum slökkviliðum. Aðalmarkmiðið með skoðunarhandbókunum er að tryggja einsleitni og samræmi í starfi einstakra skoðunarmanna / eftirlitsmanna.

Helstu markmið við gerð handbókanna voru:

  • Að uppfylla kröfur íslenskrar löggjafar um brunavarnir.
  • Að uppfylla kröfur um eftirlit Mannvirkjastofnunar í löggjöfinni.
  • Að tryggja samræmi í niðurstöðum skoðana vegna löggjafar sem framfylgt er hverju sinni.
  • Að bæta samræmi í skoðunum, hjá skoðunaraðilum og Mannvirkjastofnun.
  • Að ákveða nauðsynlegar forsendur sem geta gert Mannvirkjastofnun kleift að nýta sér þjónustu einkaaðila til að framkvæma skoðanir fyrir Mannvirkjastofnun.

Allar stjórnsýsluákvarðanir þ.m.t. kröfur um úrbætur eru teknar og sendar af Mannvirkjastofnun.

Skoðunarhandbók vegna eftirlits með slökkviliðum

Eyðublöð v. eftirlits með slökkviliðum á pdf-formi (118k)

Slökkviliðsstjórar geta nú sent inn skoðunarblað eftirlits / búnaðarlista í gegnum Mínar síður á vef Mannvirkjastofnunar.

Til baka