Úttektir á slökkviliðum

Mannvirkjastofnun hefur á árunum 2013-2015 gert úttekt á þeim þáttum í starfssemi slökkviliða sem heyrir undir stofnunina. Úttektin er gerð á grundvelli staðlaðrar skoðunarhandbókar sem byggir á þeim atriðum sem tilgreind eru í lögum og reglugerðum um starfsemi slökkviliða og brunavarnaáætlana þar sem þær liggja fyrir. Tekið er á öllum þáttum sem fram koma í regluverkinu og var bæði fyrirbyggjandi starf og útkallsstyrkur slökkviliðanna skoðaður.

Skýrsla um úttektir á slökkviliðum 2013-2015 á pdf-formi (571k)

Niðurstöður úttektarinnar byggja á staðfestum svörum slökkviliðsstjóra við þeim atriðum sem talin eru upp í gátlistum sem notaðir eru við úttektina. Hér fyrir neðan má sjá gátlistana.

6.043 Yfirferð brunavarnaáætlunar

6.044 Eldvarnareftirlit

6.045 Útkall slökkviliða

6.046 Klippur

6.047 Loftþjöppun 

Til baka