Leiðbeinandi smáforrit

Hér fyrir neðan má nálgast smáforrit (app) sem hægt er að nota sem stjórnborð fyrir reykkafara á vettvangi.

Notkunin er í hverju tilfelli á ábyrgð viðkomandi aðila.

Stjórnborð fyrir reykkafara

Til að auðvelda reykköfurum að halda reykköfunarhandbók hefur verið búið til app fyrir snjallsíma og spjaldtölvur sem hægt er að nota sem stjórnborð fyrir reykkafara á vettvangi. Appið er ætlað tækjum með Android stýrikerfi og er öllum er frjálst að hlaða niður appinu og nota það.

Sækja Stjórnborð fyrir reykkafara

Leiðbeiningar við uppsetningu:

Þar sem appið kemur ekki frá Google Play þjónustunni getur þurft að fara í stillingar viðkomandi tækis og leyfa notkun appa frá öðrum en frá Google Play. Fyrir síma með Android stýrikerfi þarf að fara í Stillingar/Almennt/Öryggi/Óþekktur uppruni og leyfa uppsetningu annarra forrita en þeirra sem koma í gegnum Google Play Store.

Eftir að búið er að hlaða niður appinu getur þurft að fara í "Downloads" hlutann og velja viðkomandi app og tvísmella á skrána til að virkja það.

Til baka