Löggildingar slökkviliðsmanna

Mannvirkjastofnun sér um löggildingar slökkviliðsmanna.

Hægt er að sækja rafrænt um löggildingu slökkviliðsmanna í gegnum Mínar síður á vef Mannvirkjastofnunar. Slökkviliðsmenn sem sækja um löggildingu skulu hafa gegnt slökkvistarfi eða starfað við brunavarnir að aðalstarfi að lágmarki í eitt ár samfellt eða starfað í hlutastarfi í slökkviliði að lágmarki í fjögur ár.

Þeir sem ekki vilja senda inn rafræna umsókn geta sótt umsóknareyðublað um löggildingu til útprentunar fyrir slökkviliðsmann.

Umsókninni skal fylgja staðfesting slökkviliðsstjóra á starfstíma á eyðublaði um staðfestingu slökkviliðsstjóra á starfstíma.

Hægt er að fylla umsóknareyðublöðin út rafrænt nema undirskriftir, þær skulu gerðar með eigin hendi eftir að útfyllt eyðublað hefur verið prentað út. 

Umsókn ásamt fylgigögnum skal senda eða skila til Mannvirkjastofnunar, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík. Einnig er mögulegt að skanna gögn og senda með tölvupósti á netfangið mvs@mvs.is.

Eftir að umsókn hefur borist Mannvirkjastofnun er greiðsluseðill sendur í heimabanka umsækjanda. Vinsamlegast athugið að löggildingin verður ekki afhent fyrr en greiðsla hefur borist Mannvirkjastofnun.

Til baka