Starfsleyfi þjónustuaðila brunavarna

Mannvirkjastofnun sér um útgáfu starfsleyfa fyrir þjónustuaðila brunavarna. 

Hægt er að sækja rafrænt um starfsleyfi þjónustuaðila í gegnum Mínar síður á vef Mannvirkjastofnunar.

Hér fyrir neðan er einnig hægt að nálgast umsóknareyðublöð um starfsleyfi þjónustuaðila fyrir þá sem ekki vilja senda inn rafræna umsókn.

Hægt er að fylla umsóknareyðublaðið út rafrænt nema undirskrift, hún skal vera gerð með eigin hendi ábyrgðarmanns og umsækjanda eftir að hann hefur prentað út útfyllt eyðublað.

Umsókn ásamt fylgigögnum skal senda eða skila til Mannvirkjastofnunar, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík. Einnig er mögulegt að skanna gögn og senda með tölvupósti á netfangið mvs@mvs.is.

Vinsamlegast athugið að starfsleyfið verður ekki afhent fyrr en greiðsla hefur borist Mannvirkjastofnun.

Til baka