Þeir sem bjóða þjónustu við loftgæðamælingar vegna öndunarlofts skulu hafa starfsleyfi útgefið af Mannvirkjastofnun í samræmi við 38. gr. a. í lögum nr 75/2000 og ákvæði reglugerðar nr. 1067/2011.

Skilyrði fyrir útgáfu starfsleyfis er að viðkomandi þjónustuaðili hafi nægan fjölda hæfra starfsmanna í sinni þjónustu og að tilnefndur hafi verið ábyrgðarmaður.

Í starfsleyfi þjónustuaðila kemur fram hvaða búnaður er notaður til mælinga og hvaða þætti þjónustuaðili hefur heimild til að mæla.

Þjónustuaðilar sem hlotið hafa starfsleyfi eftir reglugerð 1067/2011:

NafnGildir til
Klif ehf.14.06.2024Skoða starfsleyfi
Viking Life-Saving á Ísl ehf.25.06.2023Skoða starfsleyfi