Þeir sem bjóða þjónustu við viðhald, skoðun, áfyllingu og þrýstiprófun reykköfunarbúnaðar skulu hafa starfsleyfi útgefið af Mannvirkjastofnun í samræmi við 38. gr. a. í lögum nr 75/2000 og ákvæði reglugerðar nr. 1067/2011.

Skilyrði fyrir útgáfu starfsleyfis er að viðkomandi þjónustuaðili hafi nægan fjölda hæfra starfsmanna í sinni þjónustu og að tilnefndur hafi verið ábyrgðarmaður.

Í starfsleyfi þjónustuaðila kemur fram hvaða gerðir reykköfunartækja þjónustuaðili hefur leyfi til að þjónusta. Bjóði þjónustuaðili upp á þrýstiprófun skal það koma fram í starfsleyfi hans.

Þeir þjónustuaðilar brunavarna sem hafa fengið samþykki Brunamálastofnunar fyrir starfsemi sinni í gildistíð eldri reglugerða halda leyfi sínu í samræmi við ákvæði og gildistíma þess leyfis, þó ekki lengur en til 1. janúar 2013.

Þjónustuaðilar sem hlotið hafa starfsleyfi eftir reglugerð 1067/2011:

NafnHeimilisfangPóstnumerGildir til
Brunavarnir ÁrnessýsluÁrvegi 180022.04.2020Skoða starfsleyfi
Brunavarnir ÁrnessýsluÁrvegi 180015.07.2020Skoða starfsleyfi
Eldvarnir ehf.Iðavellir 323013.07.2022Skoða starfsleyfi
Isavia ohfReykjavíkurflugvelli10102.09.2018Skoða starfsleyfi
Klif ehf.Hjallahrauni 822010.07.2020Skoða starfsleyfi
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisinsSkógarhlíð 1410511.06.2017Skoða starfsleyfi
Slökkvitækjaþjónustan ehf.Bakkabraut 1620018.11.2019Skoða starfsleyfi
Viking Life-Saving á Ísl ehf.Íshellu 722125.06.2023Skoða starfsleyfi