Byggingar

Mannvirkjastofnun  fer með yfirumsjón byggingarmála á Íslandi. Stofnunin fer því m.a. með undirbúning reglugerða og gerð leiðbeininga á sviði byggingarmála, aðgengismál, löggildingu hönnuða og iðnmeistara, útgáfu starfsleyfa fyrir byggingarstjóra og faggiltar skoðunarstofur á byggingasviði. Stofnunin skal einnig sinna markaðseftirliti með byggingarvörur og taka þátt í gerð íslenskra og evrópskra staðla á sviði byggingarmála.

Meginþungi byggingareftirlits í landinu er á höndum sveitarfélaganna sem ráða byggingarfulltrúa til að sinna útgáfu byggingarleyfa og framkvæmd byggingareftirlits. Þó er gert ráð fyrir að með tímanum verði allt byggingareftirlit framkvæmt af faggiltum aðila í samræmi við ákvæði skoðunarhandbóka sem Mannvirkjastofnun býr til.

Til baka