Byggingarvörur

Mannvirkjastofnun hefur tekið í notkun nýjan vef um byggingarvörur, www.byggingarvorur.is.

Vefnum er ætlað að kynna og gefa almennar upplýsingar um markaðssetningu og val á byggingarvöru en um markaðssetningu byggingarvöru gilda lög um byggingarvöru nr. 114/2014. Vefurinn mun þjóna bæði framleiðendum, innflytjendum og dreifendum (seljendum) byggingarvöru ásamt því að vera til leiðbeiningar fyrir þá sem ákvarða notkun og velja byggingarvörur til mannvirkjagerðar. Á vefnum er einnig fjallað í stuttu máli um þá aðferðarfræði sem liggur að baki CE merkingu byggingarvöru.

Hægt er að senda ábendingar eða kvartanir vegna markaðseftirlits með byggingarvörum í gegnum Mínar síður á vef Mannvirkjastofnunar og á vefnum byggingarvorur.is.

Skoðunarhandbækur
Mannvirkjastofnun hefur sett saman skoðunarhandbækur sem nota skal til að staðfesta samræmi við íslenska löggjöf. Handbækurnar eru til leiðbeiningar fyrir þá sem framkvæma eftirlit í umboði Mannvirkjastofnunar. Hægt er að nálgast skoðunarhandbækurnar á vefnum byggingarvorur.is.

Fræðsla um byggingarefni.
Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Mannvirkjastofnun hafa gefið út bækling um geymslu og flokkun timburs til nota í byggingariðnaði. Í bæklingnum er fjallað um helstu þætti sem hafa áhrif á notkunareiginleika timburs og hvernig má tryggja að þeir rýrni ekki við geymslu efnisins. Einnig er farið yfir flokkun timburs á Íslandi og flokkunaraðferðir bornar saman við þær aðferðir sem notaðar eru á Norðurlöndunum.

Timburblað Nýsköpunarmiðstöðvar og Mannvirkjastofnunar.

Til baka