Fræðsla

Fræðsla um vatnstjón 

Milljarða eignatjón, óþægindi og jafnvel heilsutjón verður vegna vatnsleka, raka og myglu á íslenskum heimilum ár hvert. Sumt af því bæta tryggingafélögin. Annað sitja heimilin uppi með.

Hér fyrir neðan má finna bækling sem gefinn er út af samstarfshóp um varnir gegn vatnstjóni sem  var stofnaður í lok árs 2013. Aðilar að honum eru:
Félag dúklagninga- og veggfóðrarameistara, Félag pípulagningameistara, IÐAN fræðslusetur, Mannvirkjastofnun, Múrarameistarafélag Reykjavíkur, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Samtök um loftgæði, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., TM hf., VÍS hf. og Vörður tryggingar hf.

Verjumst vatnstjóni

Algild hönnun

Skv. lögum um mannvirki nr. 160/2010 fer Mannvirkjastofnun með aðgengismál og þar með ferlimál fatlaðra í byggingum. Stefna stjórnvalda er að tryggja aðgengi fyrir alla í sem flestum byggingum. Með aðgengi fyrir alla er átt við að fólki sé ekki mismunað um aðgengi og almenna notkun mannvirkja á grundvelli fötlunar, skerðinga eða veikinda og það geti með öruggum hætti komist inn og út úr mannvirkjum jafnvel við óvenjulegar aðstæður eins og til dæmis í eldsvoða. Jafnframt séu sjónarmið algildrar hönnunar höfð að leiðarljósi við hönnun bygginga og umhverfis þeirra.

Handbókin "Aðgengi fyrir alla" sem byggð er á byggingarreglugerð nr. 160/1998, er gefin út af Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Hægt er að nálgast handbókina í hlekkinum hér að neðan en Mannvirkjastofnun vill ítreka að margt í bókinni stenst ekki kröfur núgildandi byggingarreglugerðar.

Aðgengi fyrir alla

Til baka