Gæðastjórnunarkerfi

Leiðbeiningar

Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar um gæðastjórnunarkerfi iðnmeistara, byggingarstjóra, hönnuða og hönnunarstjóra en í byggingarreglugerð nr. 112/2012 segir að Mannvirkjastofnun skuli gefa út leiðbeiningar um hvernig gæðastjórnunarkerfin skuli uppbyggð.

Heiti  Útgáfa
 4.8.1 Leiðbeiningar um gæðastjórnunarkerfi byggingarstjóra 1.1
 4.6.1 Leiðbeiningar um gæðastjórnunarkerfi hönnuða og hönnunarstjóra 1.1 
 4.10.1 Leiðbeiningar um gæðastjórnunarkerfi iðnmeistara 1.1

Umsóknir um skráningu gæðastjórnunarkerfa

Hægt er að sækja um skráningu gæðastjórnunarkerfis einstaklings í gegnum Mínar síður á vef Mannvirkjastofnunar. 

Einnig er hægt að nálgast umsóknareyðublöð um skráningu gæðastjórnunarkerfa fyrir þá sem ekki vilja senda inn rafræna umsókn. 
4.022 Umsókn um skráningu gæðastjórnunarkerfis einstaklings útg. 1.3

Fyrirtæki með fleiri en einn starfsmann geta sótt um skráningu gæðastjórnunarkerfis á umsóknareyðublaðinu hér fyrir neðan. 
4.012 Umsókn um skráningu gæðastjórnunarkerfis fyrirtækis útg. 1.3

4.043 Umsókn um viðbótarskráningu gæðastjórnunarkerfis fyrirtækis útg. 1.0

Verklagsregla

Gefin hefur verið út verklagsregla sem gildir um allar skoðanir á gæðastjórnunarkerfum hönnuða og hönnunarstjóra, byggingarstjóra og iðnmeistara. Markmið verklagsreglunnar er að tryggja samræmi í framkvæmd skoðana en þær eru framkvæmdar af skoðunarstofum fyrir hönd Mannvirkjastofnunar.

4.007 Verklagsregla um skoðun gæðastjórnunarkerfa hönnuða og hönnunarstjóra, byggingarstjóra og iðnmeistara útg. 1.1

ISO vottuð gæðastjórnunarkerfi

Hafi hönnuður og hönnunarstjóri, byggingarstjóri eða iðnmeistari fengið vottun faggiltrar vottunarstofu á sínu gæðastjórnunarkerfi, sem Mannvirkjastofnun telur að minnsta kosti jafngilda þeim kröfum sem fram koma í byggingarreglugerð, er þeim heimilt að framvísa þeirri vottun til Mannvirkjastofnunar og fá hana skráða í gagnasafn stofnunarinnar. Hér er til dæmis átt við gæðastjórnunarkerfi sem hafa fengið vottun samkvæmt ISO 9001 staðlinum um gæðastjórnun.
Þegar skráð vottunarskírteini rennur út mun Mannvirkjastofnun kalla eftir afriti af endurnýjuðu vottunarskírteini og skrá tímamörk þess í gagnasafn sitt. Ef aðili er ekki lengur með vottað gæðastjórnunarkerfi getur hann sent inn umsókn um hefðbundið gæðastjórnunarkerfi fagaðila og látið skoða það hjá faggiltri skoðunarstofu í framhaldinu.

Skoðunarhandbók

Mannvirkjastofnun gefur út skoðunarhandbók sem notuð er af skoðunarstofu við úttekt gæðastjórnunarkerfa iðnmeistara, byggingastjóra, hönnuða og hönnunarstjóra. Reglum sem koma fram í skoðunarhandbókinni er ætlað að gæta jafnræðis í skoðunum og úttektum. Reglurnar eru meginreglur og verða í stöðugri endurskoðun í ljósi fenginnar reynslu.

4.001 Skoðunarhandbók gæðastjórnunarkerfa hönnuða og hönnunarstjóra, byggingarstjóra og iðnmeistara, útgáfa 1.1 

Skoðunareyðublöð

Við framkvæmd úttektar á gæðastjórnunarkerfum er skoðunareyðublað fyllt út af skoðunarstofu. 
Smelltu á heiti skjalsins hér fyrir neðan til að ná í það.

Heiti Útgáfa
 4.004 Skoðunareyðublað vegna gæðastjórnunarkerfis iðnmeistara 1.1
 4.003 Skoðunareyðublað vegna  gæðastjórnunarkerfis byggingarstjóra 1.1
 4.002 Skoðunareyðublað vegna gæðastjórnunarkerfis hönnuða og hönnunarstjóra 1.1

Gögn fyrir skoðunarstofur

4.005 Athugasemdalisti vegna skoðana á gæðastjórnunarkerfum
4.008 Samantekt athugasemda skoðunarstofu
4.009 Skoðunarskýrsla 
4.026 Kröfur til skoðunarstofa sem skoða gæðastjórnunarkerfi hönnuða, hönnunarstjóra, byggingarstjóra og iðnmeistara

Til baka