Leiðbeiningar 

Í lögum um mannvirki nr. 160/2010 segir í 19. gr. Faggilding Mannvirkjastofnunar og byggingarfulltrúa sveitarfélaganna: „ Mannvirkjastofnun og byggingarfulltrúar skulu hafa faggildingu til að fara yfir hönnunargögn og annast úttektir nema sá þáttur eftirlitsins hafi verið falinn skoðunarstofu, sbr. 20. gr. Um faggildingu fer samkvæmt lögum nr. 24/2006, um faggildingu o.fl.“

Í ákvæði til bráðabirgða í lögum um mannvirki segir í 2. tölulið: „Mannvirkjastofnun og byggingarfulltrúar hafa frest til 1. janúar 2018 til að afla sér faggildingar í samræmi við ákvæði 19. gr., sbr. 21. gr. Fyrir 1. janúar 2015 skulu Mannvirkjastofnun og byggingarfulltrúar hafa komið sér upp gæðastjórnunarkerfi. Hafi gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa ekki hlotið vottun faggiltrar vottunarstofu skal Mannvirkjastofnun til 1. janúar 2018 gera úttekt á gerð og virkni gæðastjórnunarkerfanna. Byggingarfulltrúar og starfsmenn þeirra sem eru starfandi við gildistöku laga þessara skulu teljast uppfylla skilyrði a–c-liðar 1. mgr. 21. gr.“

Í byggingarreglugerð nr. 112/2012 er nánar kveðið á um gæðastjórnunarkerfi leyfisveitenda í kafla 3.2 um faggildingu leyfisveitenda. Þar segir í 3.2.1. gr. Faggilding,: „Mannvirkjastofnun og byggingarfulltrúar skulu hafa faggildingu til að fara yfir hönnunargögn og annast úttektir nema sá þáttur eftirlitsins hafi verið falinn skoðunarstofu. Um faggildingu fer samkvæmt lögum um faggildingu o.fl. Gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa og Mannvirkjastofnunar vegna yfirferðar hönnunargagna og úttekta skal fullnægja kröfum faggildingaraðila.“

Fyrsta skref byggingarfulltrúa og Mannvirkjastofnunar í átt að faggildingu er að koma sér upp gæðastjórnunarkerfi og samkvæmt lögum um mannvirki þarf það að gerast fyrir 1.janúar 2015. Hugverkastofa annast faggildingu skoðunarstofa og byggir hún á ISO 17020 staðlinum um samræmismat. Í 8. kafla staðalsins er fjallað um gæðastjórnunarkerfi og eru þar tvær leiðir færar fyrir þá sem sækjast eftir faggildingu. Leið A er að fylgja kröfum staðalsins um gæðakerfi og Leið B er að hafa vottað gæðastjórnunarkerfi samkvæmt ISO 9001 gæðastaðlinum.

Mannvirkjastofnun ber að gera úttektir á gæðastjórnunarkerfum byggingarfulltrúa og mun stofnunin hafa ISO 17020 staðalinn um samræmismat til grundvallar í úttektum á gæðastjórnunarkerfum byggingarfulltrúa. Úttektaraðili verður fenginn til þess að sjá um úttektir gæðastjórnunarkerfanna. Mannvirkjastofnun hefur í samráði við Einkaleyfastofu sett fram þá kröfu að gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa skuli uppfylla þær kröfur sem settar eru fram í kafla 8 í framangreindum staðli, leið A. Ef byggingarfulltrúar hins vegar vilja fara leið B þurfa þeir einungis að senda Mannvirkjastofnun upplýsingar og afrit af vottun frá faggiltri vottunarstofu sem verður skráð í gagnasafn stofnunarinnar.

Skoðunarreglur

Gefnar hafa verið út skoðunarreglur sem gilda um allar skoðanir á gæðastjórnunarkerfum byggingarfulltrúa. Markmið skoðunarreglnanna er að tryggja samræmi í framkvæmd skoðana en þær verða framkvæmdar af úttektaraðila fyrir hönd Mannvirkjastofnunar.

4.024 Skoðunarfyrirmæli um skoðanir á gæðastjórnunarkerfum byggingarfulltrúa, útgáfa 1.1

Umsókn um úttekt á gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa 

Hér fyrir neðan er umsóknareyðublað sem byggingarfulltrúar fylla út og senda Mannvirkjastofnun. Hægt er að fylla umsóknareyðublaðið út rafrænt nema undirskrift hún skal vera gerð með eigin hendi umsækjanda eftir að hann hefur prentað út útfyllt eyðublað. Umsókn ásamt fylgigögnum skal senda eða skila til Mannvirkjastofnunar, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík. Einnig er mögulegt að skanna gögn og senda með tölvupósti á netfangið mvs@mvs.is eða senda með faxi númer 591 6001.

4.023 Umsókn um úttekt á gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa, útgáfa 1.1

Til baka