Skoðunarstofur

Mannvirkjastofnun er heimilt að fela faggiltri skoðunarstofu að annast úttektir á gerð og virkni gæðastjórnunarkerfa hönnuða, hönnunarstjóra, byggingarstjóra og iðnmeistara skv. 5. mgr. 17. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010. Skoðunarstofur með faggildingu skv. faggildingaráætluninni Skoðunarstofur í byggingariðnaði á tæknisviðinu Skoðun gæðastjórnunarkerfa hönnuða og hönnunarstjóra, byggingarstjóra og iðnmeistara, er heimilt að annast skoðanir á gæðastjórnunarkerfum fyrrgreindra aðila.

Eftirfafandi skoðunarstofur hafa fengið faggildingu á fyrrgreindum sviðum:

 Skoðunarstofa Heimili Staður Sími Veffang
 Frumherji hf.   Þarabakka 3  109 Reykjavík  570 9340  www.frumherji.is
 BSI á Íslandi  Skipholti 50c  105 Reykjavík  414 4444  www.bsiaislandi.is
    

Vekja skal athygli á því að lista yfir skoðunarstofur með gilda faggildingu má finna á heimasíðu Hugverkastofu, hann má nálgast hér.

Skoðunarstofa skal fullnægja kröfum um hlutleysi þriðja aðila sbr. reglugerð nr. 346/1993, um starfsemi faggiltra óháðra skoðunarstofa. Hugverkastofa veitir skoðunarstofum faggildingu og fellir hana úr gildi ef skoðunarstofa telst ekki lengur uppfylla skilyrði hennar. Eftir að faggilding hefur verið veitt hefur Hugverkastofa eftirlit með því að skoðunarstofur uppfylli skilyrði faggildingar, og er þá bæði farið yfir gæðakerfi viðkomandi skoðunarstofa auk þess sem tæknileg hæfni þeirra er tekin út. Á fjögurra ára fresti fer fram endurmat á faggiltri starfsemi.

Faggiltar skoðunarstofur hafa heimild til að gera úttekt á gerð og virkni gæðastjórnunarkerfa vegna umsóknar, og endurnýjunar umsóknar, um starfsleyfi hönnuða, hönnunarstjóra og iðnmeistara sem og vegna löggildingar byggingarstjóra. Mannvirkjastofnun skráir gæðastjórnunarkerfi viðkomandi aðila á grundvelli skoðunarskýrslu faggiltrar skoðunarstofu sem umsækjandi leggur fram.

Ef Mannvirkjastofnun telur ástæðu til að gera sérstaka úttekt á gerð og virkni gæðastjórnunarkerfa í kjölfar athugasemda við störf viðkomandi aðila sbr. 17. gr. laga um mannvirki skulu þeir einnig afla og leggja fram skoðunarskýrslu faggiltrar skoðunarstofu.

Til baka