Rafræn byggingargátt

Mannvirkjastofnun skal skv. 61. gr. laga um mannvirki starfrækja rafrænt gagnasafn fyrir upplýsingar um mannvirki og mannvirkjagerð um land allt. Samkvæmt lögunum og gildandi byggingarreglugerð skal safnið meðal annars innihalda upplýsingar frá sveitarfélögum um samþykkt byggingaráform, útgáfu byggingarleyfa og úttektir á mannvirkjagerð. Einnig skal safnið innihalda upplýsingar um hvernig skuli staðið að framkvæmd úttekta, svo sem skoðunarhandbækur og skoðunarlista. 

Rafræn byggingargátt geymir gagnasafn Mannvirkjastofnunar um mannvirki. Slóð byggingargáttar er https://www.minarsidur.mvs.is. Á heimasíðu Mannvirkjastofnunar má finna leiðbeiningar fyrir notendur byggingargáttar. Myndbandið hér að neðan inniheldur almenna kynningu á byggingargátt.

Til baka