Upplýsingar fyrir byggingarstjóra

Frá 1. janúar 2019 skulu byggingarstjórar framkvæma áfangaúttektir og skila niðurstöðum þeirra í byggingargátt. Hægt er að skila upplýsingunum með Úttektaforriti MVS eða öðru sambærilegu forriti sem fengið hefur samþykki Mannvirkjastofnunar. Eftirfarandi myndband er kynning á aðkomu byggingarstjóra að áfangaúttektum og skilum í byggingargátt. Skil með Úttektaforriti MVS fara fram eftirfarandi hætti:

Uppsetning á Úttektaforriti.
Byggingarstjóri stofnar sig sem notanda á https://www.minarsidur.mvs.is og sækir Úttektaforrit MVS á Playstore hjá Google. Einungis er hægt að setja forritið upp á snjalltæki með Android stýrikerfi. Leiðbeiningar um uppsetninguna má finna á myndbandi hér fyrir neðan.

Skil á úttekt með Úttektaforriti.
Skráning úttekta í Úttektaforrit MVS fylgir skoðunarhandbók og skoðunarlistum MVS. Skoðunarlistarnir eru í Úttektaforritinu og þannig getur skráning átt sér stað án þess að netsamband sé til staðar. Leiðbeiningar um notkun Úttektaforritsins má finna á myndbandi hér fyrir neðan.