Upplýsingar fyrir sveitarfélög

Sveitarfélag (leyfisveitandi) skal sjá um að hönnunargögn, eftirlitsskýrslur, gátlistar, úttektarvottorð, samþykkt byggingaráform, útgefin byggingarleyfi og öll önnur gögn sem ákvarðanir þess eru byggðar á, séu færð í gagnasafn Mannvirkjastofnunar. Skil á þessum upplýsingum geta farið fram með beintengingu tölvukerfis sveitarfélags við byggingargátt. Upplýsingar um slík skil má finna hér. Sveitarfélag sem hafa ekki slíkar tengingar skila með eftirfarandi hætti:

Skil á upplýsingum um samþykkt byggingaráform og byggingarleyfi:

Fulltrúi sveitarfélags fær aðgang að mínum síðum MVS. Á mínum síðum má finna tvö Excel skjalasniðmát sem skrá þarf inn upplýsingar um byggingarleyfi og aðila þeim tengdum.

Skil á upplýsingum um úttektir:

Fulltrúi sveitarfélags fær aðgang til að skila úttektum, finna má leiðbeiningar hér. Úttektaforrit MVS á Playstore Google er sótt og sett upp á viðkomandi tæki með Android stýrikerfi. Myndband um hvernig það er gert má finna hér: