Nánari lýsing:

Samkvæmt lögum um mannvirki nr.110/2010 skulu hönnuðir, byggingarstjórar og iðnmeistarar koma sér upp gæðakerfi.

Svar:

Skilyrði fyrir því að aðilar hönnuðir og hönnunarstjórar geti lagt inn uppdrætti og hönnunargögn til samþykktar hjá byggingarfulltrúa eftir 1. janúar 2015 er að þeir hafi fengið gæðastjórnunarkerfi sitt skráð í gagnasafn Mannvirkjastofnunar. Iðnmeistarar og byggingarstjórar geta að sama skapi ekki verið skráðir fyrir verkum hjá byggingarfulltrúa nema gæðastjórnunarkerfi þeirra sé skráð.