Nánari lýsing:

Upplýsingar um öryggisúttektir koma fram í byggingarreglugerð

Svar:

Þegar mannvirki er tekið í notkun skal gerð úttekt á öryggi þess og hollustuháttum. Óheimilt er að flytja inn í mannvirki eða taka það í notkun nema það uppfylli öryggis- og hollustukröfur og öryggisúttekt hafi farið fram. Unnt er að beita þvingunarúrræðum (t.d. stöðvun framkvæmda eða notkunar, lokun eða álagningu dagsekta) ef vanrækt er að láta öryggisúttekt fara fram. Í 3.8. kafla byggingarreglugerðar eru ítarleg ákvæði um hvaða gögnum þarf að skila vegna öryggisúttektar. Nánari ákvæði um framkvæmd hennar verða í skoðunarhandbók Mannvirkjastofnunar sem liggja mun fyrir eigi síðar en í árslok 2014.