Nánari lýsing:

Samkvæmt lögum um mannvirki nr.110/2010 skulu hönnuðir, byggingarstjórar og iðnmeistarar koma sér upp gæðakerfi. Mannvirkjastofnun ber að gefa út leiðbeiningar um gæðastjórnunarkerfi þessara aðila.

Svar:

Mannvirkjastofnun hefur gefið út leiðbeiningar um gæðastjórnunarkerfi hönnuða, byggingarstjóra og iðnmeistara. Hægt er að nálgast leiðbeiningarnar á vef Mannvirkjastofnunar.

Helstu kröfur sem gerðar eru til gæðastjórnunarkerfanna fjalla um:

Hæfni og þekking starfsmanna
Verkbókhald og skjalavistun
Innra eftirlit, gæðaviðmið og innri úttektir