Nánari lýsing:

Upplýsingar um skoðunarstofur koma fram í byggingarreglugerð

Svar:

Skoðunarstofa skal vera faggilt samkvæmt lögum um faggildingu. Faggildingarsvið Einkaleyfastofunnar annast faggildingu. Gæðastjórnunarkerfi og starfsaðferðir, hæfi og hæfni skoðunarstofa vegna yfirferðar hönnunargagna og úttekta skal fullnægja kröfum faggildingaraðila (Einkaleyfastofunnar) og byggingarreglugerðar. Skoðunarmönnum er í byggingarreglugerð skipt í þrjá flokka (I-III) eftir menntun og starfsreynslu, eftir tegundum mannvirkja og eftir því hvort þeir mega annast úttektir eða yfirferð hönnunargagna (sjá kafla 3.4). Auk faggildingar þarf skoðunarstofa að hafa starfsleyfi Mannvirkjastofnunar og starfsmenn hennar og tæknilegur stjórnandi þurfa að hafa viðeigandi hæfni.