Nánari lýsing:

Upplýsingar um öryggis- og lokaúttektir koma fram í byggingarreglugerð

Svar:

Fjallað er um lokaúttekt í 3.9. kafla byggingarreglugerðar. Lokaúttekt fer fram þegar mannvirki er að fullu lokið. Þáttum sem ekki varða öryggi eða hollustu getur verið ólokið við framkvæmd öryggisúttektar. Einnig getur verið óskað eftir öryggisúttekt þegar hluti mannvirkis er tekinn í notkun og öðrum er ólokið. Ítarleg ákvæði eru í byggingarreglugerð um gögn sem þarf að skila vegna lokaúttektar og nánari útfærsla verður í skoðunarhandbók Mannvirkjastofnunar sem liggja mun fyrir eigi síðar en í árslok 2014. Heimilt er að framkvæma öryggis- og lokaúttekt samtímis. Annars skal lokaúttekt í síðasta lagi fara fram þremur árum eftir að öryggisúttekt er framkvæmd.