Nánari lýsing:

Upplýsingar um öryggis- og lokaúttektir koma fram í byggingarreglugerð

Svar:

Byggingarstjóri skal f.h. eiganda óska eftir öryggis- og lokaúttekt. Einnig getur eigandi sjálfur óskað eftir að þær séu gerðar. Ef vanrækt er að óska eftir öryggis- eða lokaúttekt getur leyfisveitandi boðað til slíkra úttekta. Viðstaddir öryggis- og lokaúttekt skulu, auk eftirlitsaðila og byggingarstjóra, vera fulltrúi slökkviliðs og þeir iðnmeistarar og hönnuðir sem þess óska.