Nánari lýsing:

Upplýsingar um hlutverk byggingarfulltrúa og skoðunarstofur koma fram í byggingarreglugerð

Svar:

Byggingarfulltrúi er stjórnvaldið og sá aðili sem gefur út byggingarleyfi. Hann krefst tilskilinna gagna og sér til þess að uppfyllt séu ákvæði laga og reglugerða um leyfisveitinguna. Yfirferð hans takmarkast við skoðunarskýrslu. Beiting réttar- og þvingunarúrræða (taka stjórnvaldsákvarðana) er í höndum byggingarfulltrúans.