Nánari lýsing:

Upplýsingar um hlutverk hönnunarstjóra koma fram í byggingarreglugerð

Svar:

Strax í upphafi þegar sótt er um byggingarleyfi skal eigandi tilnefna hönnunarstjóra sem skal hafa yfirumsjón með og bera ábyrgð á því að samræming hönnunargagna (aðal- og séruppdrátta) fari fram. Síðan ber hver og einn hönnuður séruppdrátta ábyrgð á því að hönnun hans samræmist aðaluppdrætti. Hönnunarstjóri skal vera löggiltur hönnuður og hafa réttindi til að leggja fram uppdrætti (löggildingu eða sambærilegt). Hönnunarstjóri má vera einn af hönnuðum mannvirkisins, t.d. hönnuður aðaluppdrátta, en það er þó ekki skilyrði. Hönnunarstjóri skal hafa gæðastjórnunarkerfi og skal áður en byggingarleyfi er gefið út leggja fram yfirlit um innra eftirlit um hönnunarstörf. Hann skal einnig áður en byggingarleyfi er gefið út leggja fram yfirlit um ábyrgðarsvið einstakra hönnuða og árita það til staðfestingar á að samræming hafi farið fram.