Nánari lýsing:

Upplýsingar um hlutverk og ábyrgð byggingarstjóra koma fram í lögum um mannvirki, byggingarreglugerð og reglugerð um starfsábyrgðartryggingar hönnuða og byggingarstjóra

Svar:

Við stjórn byggingarframkvæmda hvers leyfisskylds mannvirkis skal á hverjum tíma vera einn byggingarstjóri, sbr. 27. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010. Byggingarstjóri skal hafa starfsleyfi Mannvirkjastofnunar, sbr. 1. mgr. 28. gr. sömu laga.
Byggingarstjóri er faglegur fulltrúi eiganda við mannvirkjagerð og starfar í umboði hans samkvæmt skriflegum ráðningar- eða verksamningi við eiganda. Byggingarstjóri skal gæta réttmætra hagsmuna eiganda gagnvart byggingaryfirvöldum, hönnuðum, iðnmeisturum og öðrum sem að mannvirkjagerðinni koma. Í lögum um mannvirki og byggingarreglugerð eru ítarleg ákvæði um hlutverk, skyldur og ábyrgð byggingarstjóra. Nánari upplýsingar um byggingarstjóra eru í leiðbeiningu 4.9.1 Kröfur, samningur byggingarstjóra og eiganda, á vef Mannvirkjastofnunar.