Nánari lýsing:

Upplýsingar um skoðunarstofur koma fram í byggingarreglugerð

Svar:

Já. Í byggingarreglugerð eru ákvæði um heimild byggingarstjóra til eigin úttekta skv. skriflegu samkomulagi við leyfisveitanda. Einnig er heimilt að fela faggiltum skoðunarstofum yfirferð uppdrátta eða framkvæmd úttekta. Annað hvort ákveður sveitarstjórn almennt að faggiltar skoðunarstofur fari yfir (í heild eða að hluta) uppdrætti eða framkvæmi úttektir í tengslum við útgáfu byggingarleyfa í sveitarfélaginu eða byggingarfulltrúi ákveður það í einstökum málum ef hönnun mannvirkis reynist sérstaklega vandasöm.