Starfsleyfi byggingarstjóra

Mannvirkjastofnun sér um útgáfu starfsleyfa byggingarstjóra. 

Heimildir byggingarstjóra takmarkast af gerð mannvirkis og umfangi framkvæmda svo sem hér segir:

a. Byggingarstjóra I er heimilt að stjórna framkvæmdum við nýbyggingu, viðhald, breytingu, endurbyggingu og niðurrif mannvirkja sem eru allt að 2.000 m² að flatarmáli og mest 16 m að hæð. Undir þennan lið falla þó ekki mannvirki sem varða almannahagsmuni, s.s. sjúkrahús, byggingar vegna löggæslu, samgöngumiðstöðvar, skólahúsnæði eða mannvirki sem falla undir [b lið.]

b. Byggingarstjóra II er heimilt að stjórna framkvæmdum við nýbyggingu, viðhald, breytingu, endurbyggingu og niðurrif vatnsaflsvirkjana, jarðvarmavirkjana og annarra orkuvera, olíuhreinsunarstöðva og vatnsstífla sem falla undir 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum.

c. Byggingarstjóra III er heimilt að stjórna framkvæmdum við nýbyggingu, viðhald, breytingu, endurbyggingu og niðurrif allra annarra mannvirkja en þeirra sem falla undir [a og b lið.]

Hægt er að sækja rafrænt um starfsleyfi byggingarstjóra og endurnýjun á starfsleyfi byggingarstjóra í gegnum Mínar síður á vef Mannvirkjastofnunar.

Hér fyrir neðan er er einnig hægt að nálgast umsóknareyðublað um starfsleyfi byggingarstjóra fyrir þá sem ekki vilja senda inn rafræna umsókn.

Sækja umsókn um starfsleyfi byggingarstjóra.

Hægt er að fylla umsóknareyðublaðið út rafrænt nema undirskrift, hún skal vera gerð með eigin hendi umsækjanda eftir að hann hefur prentað út útfyllt eyðublað.

Umsókn ásamt fylgigögnum skal senda eða skila til Mannvirkjastofnunar, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík. Einnig er mögulegt að skanna gögn og senda með tölvupósti á netfangið mvs@mvs.is.

Eftir að umsókn hefur borist Mannvirkjastofnun er greiðsluseðill sendur í heimabanka umsækjanda. Vinsamlegast athugið að starfsleyfið verður ekki afhent fyrr en greiðsla hefur borist Mannvirkjastofnun.

Vakin er athygli á því að námskeið um ábyrgð byggingarstjóra eru haldin af Iðunni í samvinnu við Mannvirkjastofnun, nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Iðunnar.

Til baka