Þróunarvettvangur

Mannvirkjastofnun styður við tækniþróun á sviði mannvirkjagerðar og mun birta upplýsingar um áhugaverð verkefni sem eru á döfinni hverju sinni. Hér fyrir neðan nokkur áhugaverð verkefni sem eru í gangi í dag.

Upplýsingalíkön mannvirkja (BIM)

Mannvirkjastofnun var stofnaðili að samtökunum BIM á Íslandi en samtökin hafa að markmiði að efla notkun upplýsingalíkana (Building Information Modeling) á Íslandi.

Vistbyggðarráð
Mannvirkjastofnun var stofnaðili að samtökunum Vistbyggðarráð, en tilgangur þeirra er að vera leiðandi vettvangur á sviði sjálfbærrar þróunar við skipulag, hönnun, byggingu og rekstur og viðhald mannvirkja á Íslandi.

Þróunarvettvangur á sviði mannvirkjagerðar (ICTP)
Árið 2005 hafði Evrópusambandið forgöngu um að sett yrði upp "European Construction Technology Platform (ECTP)", þar sem hagsmunaaðilar í mannvirkjagerð kæmu sér saman um helstu áherslur í þróun og rannsóknum á þessu sviði næstu áratugi. Í Kjölfarið settu flest allar Evrópuþjóðir upp eigin "National Platform". Þannig er til norskur, danskur, sænskur og finnskur þróunarvettvangur á sviði mannvirkjagerðar. Samkvæmt ECTP á starfið og þörfin á þróun og rannsóknum fyrst og fremst að stjórnast af hagnýtum þörfum byggingariðnaðarins en allir hagsmunaaðilar, svo sem iðnaðurinn, vöruframleiðendur, rannsóknaraðilar, stjórnvöld og fleiri koma að starfinu.

Nú hafa forsvarsmenn "Construction Technology Platforms" á norðurlöndunum hafið norræna samvinnu og eru að sækja um styrki til Nordisk Innovation Center (NICe) til að styrkja norræna samræmingu þessara aðila. Dönsku, sænsku, norsku og finnsku aðilarnir hafa hvatt til þess að settur verði upp íslenskur "Construction Technology Platform". Margir íslenskir aðilar hafa komið að vinnunni og 17. ágúst 2007 var haldinn stofnfundur þróunarvettvangs á sviði mannvirkjagerðar sem heitir í dag á ensku Icelandic Construction Technology Platform.

Á heimasíðu www.ectp.org er hægt að skoða nýjustu fréttir.

Til baka