Þróunarvettvangur

Mannvirkjastofnun styður við tækniþróun á sviði mannvirkjagerðar og mun birta upplýsingar um áhugaverð verkefni sem eru á döfinni hverju sinni. Hér fyrir neðan nokkur áhugaverð verkefni sem eru í gangi í dag.

Upplýsingalíkön mannvirkja (BIM)

Mannvirkjastofnun var stofnaðili að samtökunum BIM á Íslandi en samtökin hafa að markmiði að efla notkun upplýsingalíkana (Building Information Modeling) á Íslandi.

Vistbyggðarráð
Mannvirkjastofnun var stofnaðili að samtökunum Vistbyggðarráð, en tilgangur þeirra er að vera leiðandi vettvangur á sviði sjálfbærrar þróunar við skipulag, hönnun, byggingu og rekstur og viðhald mannvirkja á Íslandi.

Þróunarvettvangur á sviði mannvirkjagerðar (ICTP)
Árið 2005 hafði Evrópusambandið forgöngu um að sett yrði upp "European Construction Technology Platform (ECTP)", þar sem hagsmunaaðilar í mannvirkjagerð kæmu sér saman um helstu áherslur í þróun og rannsóknum á þessu sviði næstu áratugi. Í Kjölfarið settu flest allar Evrópuþjóðir upp eigin "National Platform". Þannig er til norskur, danskur, sænskur og finnskur þróunarvettvangur á sviði mannvirkjagerðar. Samkvæmt ECTP á starfið og þörfin á þróun og rannsóknum fyrst og fremst að stjórnast af hagnýtum þörfum byggingariðnaðarins en allir hagsmunaaðilar, svo sem iðnaðurinn, vöruframleiðendur, rannsóknaraðilar, stjórnvöld og fleiri koma að starfinu.

Nú hafa forsvarsmenn "Construction Technology Platforms" á norðurlöndunum hafið norræna samvinnu og eru að sækja um styrki til Nordisk Innovation Center (NICe) til að styrkja norræna samræmingu þessara aðila. Dönsku, sænsku, norsku og finnsku aðilarnir hafa hvatt til þess að settur verði upp íslenskur "Construction Technology Platform". Margir íslenskir aðilar hafa komið að vinnunni og 17. ágúst 2007 var haldinn stofnfundur þróunarvettvangs á sviði mannvirkjagerðar sem heitir í dag á ensku Icelandic Construction Technology Platform.

Á heimasíðu www.ectp.org er hægt að skoða nýjustu fréttir.

Til baka
Mannvirkjastofnun
Félag ráðgjafaverkfræðinga
Félag sjálfstætt starfandi arkítekta
Fjármálaráðuneytið
Framkvæmdasýsla ríkisins
Háskóli Íslands
Háskólinn í Reykjavík
Landsvirkjun
Listaháskólinn
Orkuveita Reykjavíkur
Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Reykjavíkurborg - Framkvæmdasvið
Samtök iðnaðarins
Skipulagsstofnun
Tölvutæknifélag Íslands
Umhverfisráðuneytið

Starfandi er bráðabirgðastjórn eftirfarandi aðila:

Björn Karlsson, fulltrúi stjórnvalda
Óskar Valdimarsson, Framkvæmdasýsla, fulltrúi opinberra verkkaupa
Hallgrímur Jónasson, Rannís, fulltrúi fjármagnsaðila
Björn Marteinsson, HÍ, fulltrúi rannsóknarsamfélagsins í HR

Helsta hlutverk bráðabirgðastjórnarinnar er að undirbúa fyrsta ársfund ICTP og kosningu í stjórn

Stofnfundur Þróunarvettvangs á sviði mannvirkjagerðar var haldinn þann 17. ágúst 2007 á Grand Hótel.

Fundurinn var haldinn ensku og var dagskrá hans eftirfarandi:

Agenda 17th August    
 10:00  Opening address  Ministry of environment   
 10:10  EC framework 7  Christophe Lesniak, EC DG Research  Skoða fyrirlesturinn 
 10:35 ECTP; Achievements and future  Matti Kokkala, Vtt, Finland  Skoða fyrirlesturinn
 11:00   Public - private construction research collaboration in the Nordic countries  
 11:00  NCTP Finland  Leena Sarvaranta, VTT, Finland  Skoða fyrirlesturinn
 11:15  NCTP Norway  Terje Rönning, NORCHEM, Norway  Skoða fyrirlesturinn
 11:30  NCTP Sweden   Åke Skarendahl, BIC, Sweden  Skoða fyrirlesturinn
 11:45  NCTP Denmark  Lone Möller Sörensen, SBI, Denmark  Skoða fyrirlesturinn
 12:00  Lunch    
 13:00  Icelandic CTP  Björn Karlsson  Skoða fyrirlesturinn
 13:20  NICe - activities in innovative construction  Leena Sarvaranta, VTT, Finland  Skoða fyrirlesturinn
 13:40  International perspective on BIM  Svein Willy Danielsen, SINTEF, Norway  Skoða fyrirlesturinn
 14:00  BIM - Experience in Finland  Heikki Kukko, Finland  Skoða fyrirlesturinn
 14:10  BIM - Experience in Denmark  Jacob Steen Möller, DTU, Denmark  Skoða fyrirlesturinn
 14:20  The NORCONSTRUCT initiative  Gustav Christoffer Jensen, ESTB, Denmark  Skoða fyrirlesturinn
 14:40  Value driven process - ERABUILD  Åke Skarendahl, BIC, Sweeden  Skoða fyrirlesturinn
 15:00  Coffee and close of the formal meeting