Almenn atriði

Flokkast dreifikerfi vinnurafmagns á virkjunarsvæði sem iðjuver eða rafveita?

Svar:

Samkvæmt skilgreiningu í rur er rafveita fyrirtæki sem flytur, dreifir og/eða selur rafmagn, en iðjuver er virki, háspennt og/eða lágspennt, þar sem aðflutt raforka kemur á háspennu inn í veituna, eða er framleidd í eigin aflstöð á athafnasvæðinu eða hvoru tveggja.

Á athafnasvæði venjulegs iðjuvers kann að vera raforkudreifing og telst hún til iðjuversins, enda ekki um dreifingu eða flutning rafmagns til annarra aðila að ræða. Sama gildir um dreifingu til eigin nota á virkjunarsvæði. Einkenni rafveitu er að flutningur eða dreifing hefur að meginmarkmiði að þjóna öðrum notendum.

Það er því niðurstaða Mannvirkjastofnunar að dreifikerfi verktaka vegna vinnurafmagns á  virkjunarsvæði sé iðjuver í skilningi rur.