Iðjuver

Í reglugerð um raforkuvirki (rur), gr. 5, er að finna þær kröfur sem gerðar eru til öryggisstjórnunarkerfis rafveitna, iðjuvera og einkarafstöðva. Í verklagsreglu Mannvirkjastofnunar VLR 3.031 Öryggisstjórnun rafveitna, iðjuvera og einkarafstöðva, er nánari lýsing á kröfunum. Hluti af öryggisstjórnunarkerfinu er eftirlit með eigin virkjum og í verklagsreglu VLR 3.032 Skoðun á eigin virkjum rafveitna, iðjuvera og einkarafstöðva, er að finna nánari lýsingu á kröfum um eftirlitið. Í verklagsreglu VLR 3.033 Skoðun á öryggisstjórnunarkerfi rafveitna, iðjuvera og einkarafstöðva, er að finna lýsingu á því hvernig skoðunum faggiltrar skoðunarstofu með öryggisstjórnunarkerfinu skal háttað.

Í verklýsingum Mannvirkjastofnunar VL 3.026 Upplýsingagjöf rafveitna vegna innri og ytri skoðana Raforkuvirkja og VL 3.027 Upplýsingaflæði milli rafveitu, skoðunarstofu og Mannvirkjastofnun er að finna lýsingu á lögbundinni upplýsingagjöf til Mannvirkjastofnunar. Í skoðunarreglum er að finna enn nákvæmari lýsingu á kröfum til öryggisstjórnunarkerfa undir eftirtöldum gátorðum:

Aðgangur að raforkuvirkjum

Ábyrgð stjórnenda

Ábyrgðarmaður

Eftirlitsferlar

Fyrirmæli til rafveitna

Hættu- og neyðarástand

Innri úttektir

Kunnáttumenn og þjálfun

Skjalastýring

Skrár og skýrslur

Skrár um virki

Úrvinnsla athugasemda og lagfæringar

Vinnuferlar

Ný rafveita, iðjuver og einkarafstöð þarf að fá viðurkenningu Mannvirkjastofnunar á öryggisstjórnunarkerfi sínu til þess að henni sé heimilt að tengjast raforkunetinu. Í verklýsingu VL 3.028 Setning rafveitu, staðfesting ábyrgðarmanns og viðurkenning á öryggisstjórnunarkerfi rafveitu, er því lýst hvernig beri að standa að setningu nýrrar rafveitu, iðjuvers og einkarafstöðvar. Verklýsing VL 3.025 Leiðbeiningar um setningu smávirkjanalýsir setningu smávirkjunar.

Mannvirkjastofnun er heimilt að takmarka kröfur til öryggisstjórnunarkerfa iðjuvera og einkarafstöðva. Ef uppfyllt er krafa um heildarskoðun háspennuhluta viðkomandi virkis á minnst 5 ára fresti má undanskilja ákvæði í töluliðum 3-6 í gr. 5.2 í rur, sem fjalla um eftirlit með eigin virkjum, úrvinnslu athugasemda og innri úttektir öryggisstjórnunarkerfisins. Þetta hefur Mannvirkjastofnun m.a. túlkað svo að einkarafstöðvum sé heimilt að hafa ábyrgðarmann sem er löggiltur rafverktaki og hefur öryggisstjórnunarkerfi sem taki til einkarafstöðvarinnar. Sama gildir fyrir smávirkjanir. Varðandi iðjuver hefur Mannvirkjastofnun tekið saman eftirfarandi leiðbeiningar til viðmiðunar um túlkun þessa ákvæðis.

Viðmiðanir fyrir öryggisstjórnunarkerfi iðjuvera

Til hliðsjónar skal hafa að öryggisstjórnunarkerfi minni og miðlungs iðjuvera uppfylli a.m.k. þau atriði sem talin eru í töflunni hér að neðan. Stór iðjuver skulu uppfylla sambærilegar kröfur til öryggisstjórnunarkerfis og rafveitur, jafnvel þó að þær uppfylli skilyrði um heildarskoðun raforkuvirkis á 5 ára fresti.

Skilgreiningar: Minni iðjuver

Með minni iðjuverum er átt við iðjuver sem hafa einfaldan háspennubúnað, t.d. aðeins eitt háspennt raforkuvirki og 1-3 starfsmenn sem hafa aðgang að raforkuvirkjunum.

Skilgreiningar : Miðlungs iðjuver

Með miðlungs iðjuverum er átt við iðjuver sem hafa flóknari háspennubúnað en minni iðjuver og / eða fleiri en 3 starfsmenn sem hafa aðgang að raforkuvirkjunum.

Skilgreiningar : Stór iðjuver

Með stórum iðjuverum er átt við iðjuver sem hafa umfangsmikinn háspennubúnað og marga starfsmenn sem hafa aðgang að raforkuvirkjunum með flókinni ábyrgðarskiptingu, t.d. deildaskiptingu

Takmörkun krafna til öryggisstjórnunarkerfis iðjuvera

 

Hluti öryggisstjórnunarkerfis 

 Minni iðjuver og einkarafstöðvar

Miðlungs Iðjuver 
 Aðgangur að raforkuvirkjum

 

 

 - Skriflegar aðgangsheimildir og lyklaskrá

 x

x

 - Verklagsregla

 Má sleppa

 x

 Ábyrgð stjórnenda  

 

 - Skipurit

 Eftir því sem við á

 x

 - Ábyrgðar og verkaskipting

 Eftir því sem við á

 x

 Ábyrgðarmaður    
 - Yfirlýsing ábyrgðarmanns

 Má sleppa

 x

 - Skilgreining ábyrgðar

 Eftir því sem við á

 x

 - Hæfni og staðfesting Mannvirkjastofnunar

 x

 x

 - Framsal til fulltrúa

 x

 x

 Eftirlitsferlar 1)  Má sleppa ef 5 ára regla er notuð  Má sleppa ef 5 ára regla er notuð
 Fyrirmæli til rafveitna    
 - Viðhald og dreifing fyrirmæla

 x

 x

 Hættu og neyðarástand

 

 

 - Verklagsregla

 x

 x

 - Skráning

 x

 x

 Innri úttektir 1)  Má sleppa ef 5 ára regla er notuð  Má sleppa ef 5 ára regla er notuð
 Kunnáttumenn og þjálfun

 

 

 - Skráning þjálfunar 

 x

 x

 - Kunnáttumannalisti

 x

 x

 - Verklagsregla  Má sleppa

 x

 - Þjálfunaráætlun  Eftir því sem við á  Eftir því sem við á
 Skjalastýring    
 - Skjalaskipulag, skjöl og útgáfur skjala auðkennd, dagsett, rýnd og ábyrgð tilgreind  Má sleppa  Má einfalda 2)
 - Dreifingarstjórnun  Má sleppa

 x

 Skrár og skýrslur    
 - Skrár/skýrslur um verk og tæknilegar upplýsingar aðgengileg og auðrekjanleg

 x

 x

 Skrár um virki    
 - Skráðar megineiningar raforkuvirkja 3)

 x

 x

 - Truflanaskráning 4)

 x

 x

 Úrvinnsla athugasemda og lagfæringar    
 - Verklagsregla  Má sleppa  Má einfalda 5)
 - Lagfæringar rekjanlegar og dagsettar

 x

 x

 Vinnuferlar    
 - Verklagsregla, sem tryggir að unnið sé í samræmi við orðsendingu nr. 1/84

 x

 x

1) Innri úttektum og eftirlitsferlum má sleppa að uppfylltu skilyrði gr. 5.2 í rur um heimild til takmörkunar krafna til iðjuvera og einkarafstöðva, að fenginni heimild Mannvirkjastofnunar. Að öðrum kosti er ábyrgðarmanni skylt að fullnægja kröfum um innri úttektir og eftirlitsferla.

2) Með einfaldri skjalastýringu skulu skjöl a.m.k. auðkennd og dagsett.

3) Fullnægjandi skráning virkja innifelur upplýsingar um framleiðanda, gerð, uppsetningarár og aldur.

4) Nægjanlegt er að skrá bilanir í þeim virkjum sem öryggisstjórnunarkerfið nær til, svo rekjanlegt sé til virkjaskrár. Skrá skal tíma, tímalengd, viðbrögð og ástæðu.

5) Sleppa má greiningu, skráningu og flokkun athugasemda. Nægjanlegt er að rekjanleiki frá athugasemd til lagfæringar sé tryggður.

Til baka