Rafveitur

Hlutverk rafveitna er að afla, flytja, dreifa og selja orku í landinu. Rafveitur bera ekki lengur ábyrgð á rafmagnseftirliti raflagna í neysluveitum (húsum) í landinu, það er nú í höndum Mannvirkjastofnunar. Rafveitur bera eftir sem áður ábyrgð á eftirliti með sínum eigin virkjum.

Í reglugerð um raforkuvirki (rur), gr. 5, er að finna þær kröfur sem gerðar eru til öryggisstjórnunarkerfis rafveitna. Í verklagsreglu Mannvirkjastofnunar VLR 3.031 Öryggisstjórnun rafveitna, iðjuvera og einkarafstöðva, er nánari lýsing á kröfunum. Hluti af öryggisstjórnunarkerfinu er eftirlit með eigin virkjum og í verklagsreglu VLR 3.032 Skoðun á eigin virkjum rafveitna, iðjuvera og einkarafstöðva, er að finna nánari lýsingu á kröfum um eftirlitið. Í verklagsreglu VLR 3.033 Skoðun á öryggisstjórnunarkerfi rafveitna, iðjuvera og einkarafstöðva, er lýsingu á því hvernig skoðunum faggiltrar skoðunarstofu með öryggisstjórnunarkerfinu skal háttað.

Í verklýsingum Mannvirkjastofnunar VL 3.026 Upplýsingagjöf rafveitna vegna innri og ytri skoðana Raforkuvirkja, og  VL 3.027 Upplýsingaflæði milli rafveitu, skoðunarstofu og Mannvirkjastofnunar, er að finna lýsingu á lögbundinni upplýsingagjöf til Mannvirkjastofnunar.

Í skoðunarreglum er að finna enn nákvæmari lýsingu á kröfum til öryggisstjórnunarkerfa undir eftirtöldum gátorðum:

Aðgangur að raforkuvirkjum

Ábyrgð stjórnenda

Ábyrgðarmaður

Eftirlitsferlar

Fyrirmæli til rafveitna

Hættu- og neyðarástand

Innri úttektir

Kunnáttumenn og þjálfun

Skjalastýring

Skrár og skýrslur

Skrár um virki

Úrvinnsla athugasemda og lagfæringar

Vinnuferlar

Ný rafveita þarf að fá viðurkenningu Mannvirkjastofnunar á öryggisstjórnunarkerfi sínu til þess að henni sé heimilt að tengjast raforkunetinu. Í verklýsingu VL 3.028 Setning rafveitu, staðfesting ábyrgðarmanns og viðurkenning á öryggisstjórnunarkerfi rafveitu, er því lýst hvernig beri að standa að setningu nýrrar rafveitu.

Til baka