Innkallanir

14.01.2020

Brunahætta af barnapíutækjum frá Philips

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun Philips á barnapíutækjum af gerðunum TM5AYYWWXXXXXX, TM5BYYWWXXXXXX og TM5CYYWWXXXXXX vegna brunahættu sem af þeim getur stafað
Meira ...

13.09.2019

Snertihætta af spennuprófurum frá Fluke

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun Fluke á spennuprófurum af gerðunum T110, T130 og T150 vegna snertihættu sem af þeim getur stafað. Hættan stafar af því að einangrun á snúrunni getur gefið sig og valdið með því snertihættu. Umræddir spennuprófarar voru framleiddir þar til í júlí 2018 og seldir víða um heim. Mannvirkjastofnun er kunnugt um að á Íslandi voru spennuprófarar af umræddum gerðum seldir hjá Ískraft og Naust Marine á því tímabili sem um ræðir. Hugsanlegt er að þeir hafi einnig verið boðnir fram af öðrum söluaðilum hér á landi.
Meira ...

29.08.2019

Brunahætta af þurrkurum

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun Whirlpool á þurrkurum af gerðunum Indesit, Hotpoint, Creda, Swan og Proline vegna brunahættu sem af þeim getur stafað. Hættan stafar af því að ló getur komist í snertingu við hitald (hitaelement) og valdið bruna. Þurrkararnir voru framleiddir frá því í apríl 2004 þar til í september 2015 og voru seldir víða um Evrópu.
Meira ...

20.05.2019

Varasamir hleðslubankar

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun VÍS á hleðslubönkum merktum fyrirtækinu, vegna mögulegrar hættu sem af þeim getur stafað. VÍS hefur afhent þessa hleðslubanka sem gjafir, aðallega í fyrirtækjaheimsóknum, á árunum 2016 til 2019
Meira ...

02.04.2019

Brunahætta af útvörpum

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun Pinell of Norway á útvörpum af gerðunum Pinell GO og Pinell GO+ vegna brunahættu sem af þeim getur stafað. Útvörpin voru í sölu frá því í maí 2013 þar til í september 2015. Mannvirkjastofnun er kunnugt um að kviknað hafi í einu svona útvarpi hér á landi, það útvarp var keypt í Noregi.
Meira ...

27.09.2018

Möguleg áverkahætta af IKEA ljósum

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun IKEA á loftljósum af gerðinni Calypso vegna áverkahættu sem af þeim getur stafað. Ljósin voru voru í sölu eftir 1. ágúst 2016. Innköllunin nær til allra Calypso-ljósa með ákveðna dagsetningarstimpla.
Meira ...

06.03.2018

Möguleg brunahætta af fartölvum frá Lenovo

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun Lenovo á fjórum gerðum af fartölvum frá Lenovo vegna brunahættu sem af þeim getur stafað. Viðkomandi tölvur voru framleiddar á tímabilinu desember 2016 til október 2017 og a.m.k. ein gerð þeirra var seld hér á landi hjá Origo hf (áður Nýherji).
Meira ...

06.11.2017

Hætta á slysum af töfrasprotum frá Cuisinart

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun BaByliss SARL á tveimur gerðum af töfrasprotum af vörumerkinu Cuisinart vegna hættu á slysum sem af þeim getur stafað. Önnur gerð töfrasprotanna var seld hér á landi á árunum 2011 og 2012 hjá Halldóri Jónssyni ehf og Byggt og búið.
Meira ...

13.10.2017

Hætta á raflosti og bruna af loftljósum (kösturum) frá Concord

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun Feilo Sylvania Europe Limited á loftljósum (kösturum) vegna hættu á raflosti og bruna sem af þeim getur stafað. Ljósin voru seld á tímabilinu febrúar til september 2017.
Meira ...

04.01.2017

Möguleg hætta af Power Plus límbyssum frá Húsasmiðjunni

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun Húsasmiðjunnar á límbyssum af gerðinni Power Plus POW721 vegna hættu sem af þeim getur stafað. Mannvirkjastofnun beinir því til allra eigenda og umráðamanna límbyssa eins og hér um ræðir að stöðva notkun þeirra þegar í stað og hafa samband við Húsasmiðjuna.
Meira ...

08.09.2016

Möguleg hætta Samsung Galaxy Note 7 farsímum

Mannvirkjastofnun vekur athygli á að Samsung hefur stöðvað sölu á Samsung Galaxy Note 7 farsímum vegna hættu sem af þeim getur stafað. Fyrirtækið mun í framhaldinu innkalla síma á þeim mörkuðum sem sala til almennra notenda hafði hafist. Dæmi eru um að rafhlöður símanna hafi „sprungið“ – það mun þó ekki hafa gerst í Evrópu skv. upplýsingum framleiðanda. Viðkomandi tegund farsíma mun ekki vera komin í almenna sölu hér á landi en en gætu hafa borist hingað með ferðafólki og í gegnum vefverslanir.
Meira ...

07.06.2016

Varað við mögulegri brunahættu

Mannvirkjastofnun vekur athygli á tilkynningu ELKO um mögulega brunahættu í þéttiþurrkurum af gerðinni Hot­po­int, Indesit eða Creda, sem voru fram­leidd­ir frá apríl 2004 til sept­em­ber 2015. Mannvirkjastofnun beinir því til allra eigenda og umráðamanna þurrkara eins og hér um ræðir að hafa samband við ELKO eða þjónustuaðila fyrirtækisins.
Meira ...

03.06.2016

Hætta á raflosti af FROSTFRI kæli- og frystiskápum frá IKEA

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun IKEA á kæli- og frystiskápum vegna hættu á raflosti sem af þeim getur stafað. Skáparnir voru framleiddir frá viku 45 árið 2015 til viku 7 árið 2016 (nóvember 2015 til febrúar 2016) og seldir hér á landi og eru því nýlegir. Mannvirkjastofnun beinir því til allra eigenda og umráðamanna kæli- og frystiskápa eins og hér um ræðir að stöðva notkun þeirra þegar í stað og taka úr sambandi og hafa samband við IKEA eða þjónustuaðila fyrirtækisins.
Meira ...

18.05.2016

Hættuleg svifbretti

Mannvirkjastofnun vekur athygli á að á undanförnum mánuðum hefur fundist á markaði víða í heiminum, m.a. í Evrópu, Bandaríkjunum og Ástralíu, mikill fjöldi svokallaðra svifbretta sem veruleg bruna- og slysahætta getur stafað af. Vitað er um mörg tilvik þar sem rafhlaða í svifbretti springur, það kviknar í brettinu og töluverður eldur hlýst af - þetta hefur m.a. leitt til alvarlegra húsbruna.
Meira ...

11.05.2016

Möguleg hætta á raflosti af tenglum (innstungum) frá Gira

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun S. Guðjónssonar ehf og Gira á tenglum með fiktvörn (snertivörn/„barnavörn“), vegna hættu á raflosti sem af þeim getur stafað. Viðkomandi tenglum var dreift af Gira til raftækjaverslana/heildsala á tímabilinu 09.12.2014 til 26.01.2016. Á Íslandi sá S. Guðjónsson ehf um dreifingu tenglanna, aðallega til rafverktaka sem svo sáu um uppsetningu á heimilum og í fyrirtækjum. Skv. upplýsingum er aðeins lítill hluti viðkomandi tengla með þessum galla og hættan á raflosti ekki mikil, en þó fyrir hendi.
Meira ...

30.03.2016

Möguleg hætta á raflosti af Apple klóm fyrir hleðslutæki

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun Apple á klóm fyrir hleðslutæki, vegna hættu á raflosti sem af þeim getur stafað, um er að ræða útskiptanlegar klær sem rennt er á straumbreyta sem notaðir eru til að hlaða Mac-tölvur og tiltekin iPod-, iPad- og iPhone-tæki. Viðkomandi klær fylgdu vörum frá Apple sem seldar voru á árunum 2003 til 2015. Mannvirkjastofnun beinir því til allra eigenda og umráðamanna búnaðar eins og hér um ræðir að hætta notkun þeirra þegar í stað og hafa samband við Epli.is eða Apple.
Meira ...

17.03.2016

Möguleg hætta á raflosti af IKEA GOTHEM gólf- og borðlömpum

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun IKEA á gólf- og borðlömpum, vegna hættu á raflosti sem af þeim getur stafað, um er að ræða tvær gerðir borðlampa og eina gerð gólflampa. Viðkomandi lampar hafa verið seldir á öllum markaðssvæðum IKEA síðan í október 2015. Mannvirkjastofnun beinir því til allra eigenda og umráðamanna gólf- og borðlampa eins og hér um ræðir að hætta notkun þeirra þegar í stað og hafa samband við IKEA.
Meira ...

09.02.2016

Möguleg áverkahætta af IKEA ljósum

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun IKEA á loftljósum vegna áverkahættu sem af þeim getur stafað. Ljósin voru seld hér á landi um nokkurra ára skeið. Mannvirkjastofnun beinir því til allra eigenda og umráðamanna ljósa eins og hér um ræðir að aðhafast þegar í stað og hafa samband við IKEA.
Meira ...

01.02.2016

Hættuleg svifbretti

Mannvirkjastofnun vekur athygli á að á undanförnum mánuðum hefur fundist á markaði víða í heiminum, m.a. í Evrópu, Bandaríkjunum og Ástralíu, mikill fjöldi svokallaðra svifbretta sem veruleg bruna- og slysahætta getur stafað af. Vitað er um mörg tilvik þar sem rafhlaða í svifbretti springur, það kviknar í brettinu og töluverður eldur hlýst af - þetta hefur m.a. leitt til alvarlegra húsbruna.
Meira ...

30.12.2015

Möguleg brunahætta af InSinkErator kvörnum fyrir vaska

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun Kvarna/Brimrásar/Palla ehf á kvörnum fyrir vaska vegna brunahættu sem af þeim getur stafað. Kvarnirnar voru seldar hér á landi frá september 2014 til maí 2015.
Meira ...