Almenn atriði

Á að semja um skoðanir öryggisstjórnunarkerfis eftir fyrsta viðhaldsskoðunartímabil?

Svar:

Í VLR 3, gr. 3.5, segir að ábyrgðarmaður skuli semja við skoðunarstofur um viðhaldsskoðanir og setja upp áætlun sem nær til þriggja ára. Í VL 8, gr. 2.6, segir að skoða skuli alla hluta öryggisstjórnunarkerfis á fyrstu þremur árum eftir viðurkenningu þess og síðan reglulega.

Til þess að fullnægja þessum ákvæðum er nægjanlegt að á hverjum tíma sé í gildi áætlun um viðhaldsskoðun öryggisstjórnunarkerfis sem miði að því að endurskoða alla hluta þess á eigi lengri tíma en þremur árum. Ennfremur að á hverjum tíma sé í gildi samningur við faggilta skoðunarstofu um viðhaldsskoðun skv. VLR 3, en ekki eru gerðar sérstakar kröfur um hver samningstími skuli vera.