Skrár og virki

Á krafa um truflunarskráningu við um öryggisstjórnun virkja vegna vinnurafmagns á framkvæmdatíma?

Nánari lýsing:

Um er að ræða virki vegna dreifingar rafmagns á háspennu vegna framkvæmda á virkjunarsvæði. Að framkvæmdum loknum mun rekstri þeirra verða hætt, sem ætla má að verði að 4-5 árum liðnum.

Svar:

Í ljósi þess að aðeins er um að ræða tímabundinn rekstur virkja meðan á framkvæmdum stendur, sem ætla má að vari í 4-5 ár, fellst Mannvirkjastofnun á að krafa um truflunarskráningu eigi ekki við.