Ábyrgðarmaður

Er eigandi eða ábyrgðarmaður ábyrgur fyrir innleiðingu öryggisstjórnunarkerfis?

Svar:

Í lögum 3.mgr. 5.gr. nr.146/1996 um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga segir „Í því skyni að tryggja öryggi raforkuvirkja og rekstur þeirra sem frekast er unnt skulu ábyrgðarmenn raforkuvirkja og stóriðjuvera, samkvæmt ákvörðun ráðherra, koma upp innra öryggisstjórnunarkerfi með virkjum sem að mati Mannvirkjastofnunar uppfyllir skilyrði laga þessara“.

Í rur gr.5.2, 4.mgr. segir  „Rafveitur skulu tilnefna ábyrgðarmann sem ber ábyrgð á því að unnið sé samkvæmt skilgreindu öryggisstjórnunarkerfi“. Í orðsendingu nr. 1/84, gr.4.1, 1-2.mgr. segir „Til þess að tryggja fullnægjandi stjórn á rekstri stöðva og veituvirkja skal eigandi eða umráðamaður þeirra fela kunnáttumanni rekstrarstjórnina. Hann skal gefa ábyrgðarmanni nauðsynleg völd og fjárforræði, til þess að hann geti fullnægt ábyrgð sinni samkvæmt þessum rekstrarreglum“.

Með tilvísun til framangreindra ákvæða er það alveg skýrt að það er ábyrgðarmaðurinn sjálfur sem ábyrgur er fyrir því að koma á öryggisstjórnunarkerfi, en skylda eiganda felst í því að skipa ábyrgðarmann og fela honum nauðsynleg völd og fjárforræði.