Aðgangur að raforkuvirkjum

Er fullnægjandi að skilgreina handhafa lykla í öryggisstjórnunarkerfinu sjálfu?

Nánari lýsing:

Aðeins einn einstaklingur er handhafi lykla og hann er nafngreindur sem slíkur í öryggisstjórnunarkerfinu sjálfu. Um framsal er ekki að ræða. Er það fullnægjandi og má sleppa annarri lyklaskráningu og framsalseyðublaði fyrir lykla?

Svar:

Þess er krafist í reglum um skoðun innri öryggisstjórnunar rafveitna að leyfi vegna aðgangs að virkjum skulu vera skrifleg og árituð af ábyrgðarmanni. Nafngreining handhafa í öryggisstjórnunarkerfinu sjálfu fullnægir þeirri kröfu. Samkvæmt yfirlýsingu ábyrgðarmanns hafa engir aðrir undir höndum lykla sem veita aðgang að raforkuvirkjum. Því telur Mannvirkjastofnun að frekari krafa um lyklaskráningu eigi ekki við.