Er krafa að verja tengla utanhúss með bilunarstraumsrofa?

Svar:

Það er alltaf æskilegt að nota bilunarstraumsrofa sem viðbótarvörn, ekki síst á „erfiðum“ stöðum eins og utandyra.

Gr. 11.2 í rur gerir kröfu um að raflagnir í íbúðum, skólum, dagheimilum, hótelum, gististöðum og opinberum byggingum séu varðar með bilunarstraumsrofa (30mA). Það á að sjálfsögðu einnig við um tengla utanhúss sem eru hluti slíkra raflagna.

Jafnframt kemur fram í gr. 412.5.3 í ÍST 200:2006 að tenglar utanhúss, 20A og minni, skuli varðir með bilunarstraumsrofa (30mA), einnig tenglar sem eru hluti raflagna annarra bygginga en tilgreindar eru að ofan. Í hlutum 7 og 8 í ÍST 200:2006 er að auki að finna ýmsar kröfur varðandi tengla og bilunarstraumsrofa á sérstökum stöðum.