Er leyfilegt að nota bláan leiðara fyrir annað en núllleiðara (N)?

Svar:

Í straumrásum með núllleiðara (N) skal hann vera blár. Bláan leiðara má ekki nota til annars í straumrásum með núllleiðara (N). Í straumrásum þar sem enginn núllleiðari (N) er má nota bláan leiðara til annars, t.d. sem fasaleiðara, en þó aldrei sem varnarleiðara (PE) eða varnarnúllleiðara (PEN).