Vinnuferlar

Er nægjanlegt að minni iðjuver vísi á A-löggilta rafverktaka í vinnuferli?

Nánari lýsing:

Í skilgreiningu vinnuferils í öryggisstjórnunarkerfi minna iðjuvers er tekið fram að eingöngu A-löggiltir rafverktakar vinnu verk, en gera má ráð fyrir að þeir vinni skv. orðsendingu nr.1/84. Eigin starfsmenn, sem aðeins er einn, vinna aldrei í háspennubúnaðinum, sem sömuleiðis er einfaldur, aðeins háspennurofi og ofn, ásamt fæðingum. Er þetta nægjanlegt ?

Svar:

Gera þarf grein fyrir því í öryggisstjórnunarkerfinu sjálfu um vinnuferla. Það skal gera miðað við eðli og umfang starfseminnar. Í einföldustu tilvikum er nægjanlegt að tiltaka kröfur til þeirra sem vinna mega verk, svo sem kunnáttumenn eða hæfniskröfur til verktaka, ennfremur að vísa til orðsendingu nr.1/84. Mælt er með því að tiltekið sé sérstaklega mikilvægustu atriði, sem eiga við viðkomandi rafveitu eða iðjuver. Skilgreina þarf ábyrgð innan öryggisstjórnunarkerfisins á því að þessu verklagi skuli beitt.