Ábyrgðarmaður

Er þörf á skjölum um framsal ábyrgðar til fulltrúa ábyrgðarmanns, ef enginn fulltrúi er skipaður né gert ráð fyrir að til slíks framsals muni koma?

Svar:

Ef ljóst er að ekki er skipaður fulltrúi ábyrgðarmanns og ljóst að til framsals ábyrgðar muni ekki koma, er ekki þörf á skjölum um framsal til fulltrúa. Hins vegar þarf að vera tekið á því í öryggisstjórnunarkerfinu hvað gerist ef ábyrgðarmaður er ekki á staðnum eða er fjarverandi í lengri tíma.