Eftirlitsferlar

Hvað er átt við með úrtaksskoðun raforkuvirkja í rekstri?

Svar:

Úrtaksskoðanir raforkuvirkja í rekstri hvort sem um er að ræða innri eða ytri skoðanir felast í því að velja tiltekið úrtak virkja, t.d. x margar loftlínur þar sem x / heildarfjöldi loftlína viðkomandi rafveitu uppfyllir lágmarkskröfur um úrtak. Í VLR 2 og á eyðublöðum Mannvirkjastofnunar eru tiltekin þau atriði sem skoða skal og ber að uppfylla þær kröfur.