Hvaða eyðublöð á að nota við tilkynningar vararafstöðva og smávirkjana?

Svar:

Vararafstöðvar skal tilkynna við upphaf verks til rafveitu á eyðublaði MVS 3.102. Einnig má nota þjónustubeiðni eða heimtaugarumsókn (eyðublöð Samorku S0.801 og S0.802) til þess. Við lok verks skal það tilkynnt til rafveitu á eyðublaði MVS 3.105, sbr VLR 13.

Smávirkjanir skal tilkynna við upphaf verks til Mannvirkjastofnunar á eyðublaði MVS 3.101, sjá ferilblað MVS 3.080. Gildir það hvort heldur virkjunin er einkarafstöð eða tengist dreifikerfi rafveitu. Við lok verks skal tilkynna einkarafstöðvar á eyðublaði MVS 3.105.