Kunnáttumenn og þjálfun

Hvaða kröfur eru gerðar til rekstrarskoðunarmanna?

Svar:

Rekstrarskoðunarmenn rafveitu annast reglulegar skoðanir á stöðvum samkvæmt gátlista og líta m.a. eftir ástandi stöðvar, þrifum, aðgengi o.fl. og lesa af mælum. Um skoðunarmenn rafveitu gilda sömu reglur og almennt um kunnáttumenn rafveitu. Kunnáttumaður skal hafa svo mikla þekkingu og reynslu við tiltekið verk að hann telst geta leyst það af hendi á fullnægjandi hátt frá öryggissjónarmiði. Kröfur til menntunar og/eða reynslu/þjálfunar kunnáttumannsins skulu skráðar í öryggisstjórnunarkerfinu. Það er því á ábyrgð ábyrgðarmanns að skilgreina kröfur til kunnáttumanna svo þeir uppfylli framangreind skilyrði.