Vinnuferlar

Hvaða kröfur eru um lýsingu á vinnuferlum í minni og miðlungs iðjuverum þar sem öll vinna er unninn af A-löggiltum verktökum?

Svar:

Grunnregla er að lýsing á vinnuferlum miðist við viðkomandi starfsemi. Ef starfsemin er í grófum dráttum þannig að setning og viðhald virkja er ætíð unnin af rafverktökum með A-löggildingu eða af starfsmönnum rafveitu sem hefur viðurkennt öryggisstjórnunarkerfi og vinni sjálfir engin verk, má lýsa vinnuferlum með einföldum hætti. Nægjanlegt getur verið að taka fram að aðeins slíkir aðilar vinni verk, en einnig verður að tryggja að ábyrgðarmaður beri ábyrgð á og tryggi að unnið sé a.m.k. í samræmi við orðsendingu nr.1/84. Ábyrgðarmanni ber þannig að hafa eftirlit með því og tryggja að rofastjórar og spennuverðir séu skipaðir eftir því sem við á. Ef þörf er á aðgerðarstjórum skal ábyrgðarmaður tryggja að þeir séu til staðar. Ennfremur þarf ábyrgðarmaður að ganga úr skugga um hvort ekki þurfi að fela kunnáttumönnum ákveðin verk, þó einföld séu og lýsa vinnuferlum við eftir því sem við á.