Ábyrgðarmaður

Hver er krafa um ábyrgðarmenn og skipun fulltrúa í minni iðjuverum?

Nánari lýsing:

Hvaða kröfur eru gerðar um búsetu og skipun fulltrúa í minni iðjuverum, sjá skilgreiningu minni iðjuvera á vefsíðu Mannvirkjastofnunar.

Svar:

Ábyrgðarmenn skulu uppfylla hæfiskröfur skv. 4.1 eða 4.2 í rur.

Ábyrgðarmenn sem ekki eru búsettir á staðnum þurfa ekki að útnefna fulltrúa ef:

Verklag tryggir virka yfirsýn og ákvörðunarvald ábyrgðarmanns, með t.d. síma- og tölvusamskiptum og reglulegum heimsóknum

Kunnáttumaður á staðnum sem sinnir daglegum verkum, skv. kröfum um kunnáttumenn