Eftirlitsaðilar

Hvernig á að gera grein fyrir fjölda skoðana ef innri skoðanir eru gerðar af skoðunarstofu?

Nánari lýsing:

Rafveita er ekki með eigin skoðunarmenn sem hafa eftirlit með virkjum veitunnar heldur lætur hún skoðunarstofu gera þær skoðanir sem eftirlitsáætlun kveður á um. Eru þær jafnframt ytri skoðanir.

Svar:

Innri skoðanir virkja eru gerðar af eigin skoðunarmönnum rafveitu, hvort sem þeir eru eigin starfsmenn veitunnar eða starfsmenn annarra fyrirtækja sem taka að sér slíkar skoðanir.

Ytri skoðanir eru skoðanir sem framkvæmdar eru af faggiltum skoðunarstofum samkvæmt reglum um skoðanir raforkuvirkja. Allar slíkar skoðanir skoðunarstofu teljast ytri skoðanir.

Ef rafveita kýs að gera ekki innri skoðanir heldur semur við skoðunarstofu um að hún annist þær skoðanir sem eftirlitsáætlun kveður á um, er það heimilt svo fremi að eftirlitsáætlun sé fylgt og kröfu um úrtak innri skoðana fullnægt. Við skýrslugerð samkvæmt VL 6 skal færa 0 í reit um fjölda innri skoðana síðasta árs á eyðublaðið MVS 3.227, en í reit fyrir fjölda fyrirhugaðra ytri skoðana skal færa fjölda þeirra skoðana sem fyrirhugað er að skoðunarstofa muni gera næsta ár.