Hvernig á að litamerkja taugar?

Svar:

Í gr. 11.2 í rur og kafla 514 í ÍST 200:2006 eru settar fram kröfur varðandi litamerkingar tauga.

Litamerkingar tauga skulu vera í samræmi við staðalinn ÍST EN 60446. Núlltaug (N) skal hafa ljósbláa einangrun, varnartaug (PE) gul/græna einangrun og varnarnúlltaug (PEN) gul/græna einangrun en með ljósbláum merkjum á endum (t.d. ljósblár hringur, herpiádrag) þar sem hún er tengd. Mælt er með að litur á einangrun fasatauga sé svartur, brúnn og grár, sem er í samræmi við framleiðslustaðla strengja.