Aðgangur að raforkuvirkjum

Hversu nákvæmlega þarf að skrá handhafa lykla sem eru í vörslu dreifiveitu sem hefur fastan aðgang að háspennurými iðjuvers?

Svar:

Handhafi lykils að háspennivirki skal í öllum tilfellum skráður, hvort sem um er að ræða kunnáttumenn hjá viðkomandi rafveitu (iðjuveri), rafverktaka eða starfsmenn rafveita (dreifiveitu) sem veittur hefur verið aðgangur að háspennuvirki.

Handhafa lykils hjá dreifiveitu er æskilegt að skrá með nafni, en einnig getur verið nægjanlegt að tiltaka hann með starfsheiti eða hlutverki hjá dreifiveitunni, t.d. sem umsjónarmann dreifiveitu á staðnum. Einnig má skrá ábyrgðarmann dreifiveitu, fulltrúa hans eða tilnefndan kunnáttumann á hans vegum sem fer með lyklaskráningu í umboði ábyrgðarmanns sem handhafa lykla og hann fari síðan með stjórnun aðgangs (lyklaskráningu og framsal) innan öryggisstjórnunarkerfis dreifiveitunnar. Skal ábyrgðarmaður dreifiveitu upplýsa ábyrgðarmann iðjuvers hverjir eru handhafar lykla hverju sinni.  Staðfesting þessa fyrirkomulags skal vera skjalfest.