Eftirlitsferlar

Hvernig á að telja lágspennudreifikerfi, strengi og fleiri virki, sbr. VL6?

Nánari lýsing:

Í VL6 Upplýsingagjöf rafveitna vegna innri og ytri skoðana raforkuvirkja er kveðið á um að gera skuli Mannvirkjastofnun grein fyrir fjölda virkja. Hvernig á að skilgreina hvað er eitt lágspennudreifikerfi eða strengur og hvernig á að ákveða fjölda slíkra virkja?

Svar:

Rafveitunni er heimilt að skilgreina mörk á milli mismunandi lágspennudreifikerfi, háspennustrengja og fleiri virkja í samræmi við eigið skipulag á eftirliti með virkjum. Virki sem fer til úttektar, innri eða ytri, í eftirlitsskipulagi telst að öllu jöfnu eitt virki. Upptalning slíkra eininga myndar lista virkja sem telja má fjölda út frá. Úrtakshlutfall reiknast síðan út frá þessum grunni. Ekki skiptir máli hvort virkin eru mismunandi stór eða umfangsmikil, né er áskipuð sérstök aðferð til að greina á milli. Dæmi um skilgreiningu lágspennudreifikerfis er að ein slík eining sé dreifikerfi út frá dreifistöð. Annað dæmi er að lagnir í einu húsi myndi eitt lágspennudreifikerfi í virkjaskrá iðjuvers.